Úthlutun mars 2012

Verkefnisstjórn samstarfs opinberu háskólanna samþykkti á fundi sínum 19. mars 2012 aðra úthlutun svokallaðra hvata-og þróunarstyrkja en þeir eru ætlaðir til að stuðla að nýjum samstarfsverkefna háskólanna á sviði kennslu.

Ákveðið var að veita alls 15,6 milljónum til átta samstarfsverkefna í kennslu að þessu sinni. Verkefnin eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér þróun nýrra námsleiða, þróun sameiginlegs kennsluefnis og endurskoðun á námsframboði með samkennslu og samnýtingu í huga.  Verkefnin verða unnin  á árinu 2012 og verður skýrslum um afrakstur verkefnanna skilað til verkefnisstjórnar fyrir 1. janúar 2013.

Viðmiðin sem beitt var við val á styrkumsóknum má sjá hér.

Í töflunni hér undir má sjá nánari upplýsingar um verkefnin sem hlutu styrk:
Verkefnisstjóri Háskólar sem taka þátt Heiti verkefnis
Auður Pálsdóttir HÍ, HA, LBHÍ, HH Útinám á háskólastigi.
Bjarni K. Kristjánsson HH, HÍ, HA, LBHÍ Meistaranám í Sjávar-, fiski- og vatnafræðum (Aquatic Sciences).
Elvira Mendez-Pinedo HÍ, HA Samvinna  í kennslu og þróun námsefnis í Evrópurétti.
Ingibjörg Sigurðardóttir HA, HÍ Íslenskt mál og menning – diplómanám.
Kristina Tryselius HH, HÍ Samstarf um nám í ferðamálafræði.
Margrét Hrönn Svavarsdóttir HÍ, HA Öryggi í lyfjaumsýslu hjúkrunarfræðinema.
Ragnhildur Bjarnadóttir HÍ, HA M.Ed. nám í starfstengdri leiðsögn á sviði uppeldis og menntunar.
Steinunn Hrafnsdóttir HÍ, HA Sameiginlegt diplómanám í starfsendurhæfingu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is