Úthlutun hvata- og þróunarstyrkja í desember 2011

Verkefnisstjórn samstarfs opinberu háskólanna samþykkti á fundi sínum 5. desember 2011 fyrstu úthlutun svokallaðra hvata-og þróunarstyrkja frá því samstarfið hófst. Styrkirnir eru ætlaðir til að stuðla að nýjum eða endurnýjuðum samstarfsverkefnum háskólanna á sviði kennslu.

Alls var ákveðið að veita rúmar 29 milljónir til þrettán samstarfsverkefna í kennslu að þessu sinni. Verkefnin eru fjölbreytt og fela bæði í sér samkennslu einstakra námskeiða, þróun nýrra námsbrauta og þróun kennsluefnis sem hentar fyrir fjarnám. Verkefnin verða unnin að mestu á skólaárinu 2011-2012 og verður skýrslum um afrakstur verkefnanna skilað til verkefnisstjórnar fyrir 1. ágúst 2012.

Viðmiðin sem beitt var við val á styrkumsóknum má sjá hér.

Verkefnisstjórar og verkefnin sem hlutu styrki 2011 voru eftirfarandi:Verkefnisstjóri Háskólar sem taka þátt Heiti verkefnis

Anna Guðrún Þórhallsdóttir

LBHÍ, HÍ Náttúra og saga
Áslaug Helgadóttir LBHÍ, HÍ, HA Erfðatækni, umhverfi og samfélag
Brynhildur Davíðsdóttir HÍ, HA, LBHÍ, HH, auk Matís, NMÍ og LHÍ Vistvæn nýsköpun matvæla
Gísli Már Gíslason HÍ, LBHÍ Samkennsla í vatnalíffræði og ferskvatnsvistfræði
Guðjón Þorkelsson HÍ, HA, LBHÍ, HH, auk Matís Alþjóðlegt grunn- og meistaranám í matvælavísindum
Guðrún Geirsdóttir HÍ, HA, LBHÍ, HH Efling blandaðs náms
Gunnar Stefánsson  HÍ, HA, LBHÍ Þverfaglegt vefstutt nám í tölfræði
Hjörleifur Einarsson HA, HH Hagnýt náttúru- og auðlindafræði
Inga Þórsdóttir HÍ, HA Gæði kennslu og náms í næringarfræði, samstarfs- og hagræðingarverkefni
Oddur Vilhelmsson HA, HÍ, LBHÍ, auk tveggja erlendra háskóla Undirbúningur sameiginlegs sumarnámskeiðs í örveruvistfræði norðurslóða
Rúnar Unnþórsson HÍ, LBHÍ Lífgas - framleiðsla, hreinsun og nýting
Sigurður Brynjólfsson HÍ, HA, auk Matís Framhaldsnám í lífverkfræði og líftækni
Valgerður Jóhannsdóttir HÍ, HA Sameiginleg meistaragráða í fjölmiðlafræði við HÍ og HA

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is