Stýrihópar - innleiðingarvinna frá vori 2011 og áfram

Á fundi verkefnisstjórnar um samstarf opinberu háskólanna 14. febrúar 2011 var samþykkt að stofna þrjá stýrihópa til að fylgja eftir ákvörðunum verkefnisstjórnar um lykilskref í samstarfinu. Hóparnir tóku til starfa á vormánuðum 2011 og hafa hist reglulega síðan.

Stýrihóparnir eru sem hér segir:

1. Stýrihópur um innleiðingu samræmdra upplýsingakerfa.

Verkefnið hópsins er að stýra farsælli innleiðingu Uglunnar í HA, LBHÍ og HH og að fylgjast í því skyni með þróun og aðlögun kerfanna næstu misserin, eða út árið 2012 að minnsta kosti. Stýrihópurinn ber ábyrgð á samráði, þjálfun starfsmanna og upplýsingastreymi, auk aðlögun verkferla þar sem þess gerist þörf. Verkefnisstjórn Uglunnar mun annast hina eiginlegu hugbúnaðarþróun og yfirfærslu gagna. Fulltrúi HA, LBHÍ og HH í verkefnisstjórn Uglu er Stefán Jóhansson. Stýrihópurinn er svo skipaður:

 • Hreinn Pálsson og Sæþór L. Jónsson, HÍ
 • Sigrún Magnúsdóttir, HA
 • Björn Þorsteinsson, LBHÍ
 • Bjarni K. Kristjánsson HH

2. Stýrihópur um innleiðingu á samræmdu gæðakerfi vegna akademískra starfsmanna og rannsókna.

Verkefn hópsins er að stýra innleiðingu tillagna frá haustinu 2010 í starfsemi hvers skóla. Innleiðingin nær yfir árin 2011 og 2012 að minnsta kosti. Stýrihópurinn hefur ber ábyrgð á samráði, þjálfun starfsmanna og upplýsingastreymi, auk aðlögun verkferla þar sem þess gerist þörf og að styðja við samráðsnefndir gagnvart stéttarfélögum ef við á. Þróun matskerfisins sjálfs er hins vegar verkefni vísindanefndar opinberu háskólanna og matskerfisnefndar opinberu háskólanna. Stýrihópurinn er svo skipaður:

 • Halldór Jónsson, HÍ
 • Stefán B. Sigurðsson, HA
 • Áslaug Helgadóttir, LBHÍ
 • Skúli Skúlason, HH

3. Stýrihópur um innleiðingu á samstarfsverkefnum á sviði nemenda- og kennslumála.

Verkefni hópsins er að þróa áfram tillögur vinnuhóps frá haustinu 2010 vinnuskjalinu og að semja um útfærslu einstakra atriða og hvernig þau verða innleidd í starfsemi skólanna. Hópurinn fjallar einnig um hagnýt atriði við samræmingu skólastarfsins til að nýta betur það nám og mannskap sem skólarnir búa yfir. Þá fellur það undir verksvið stýrihópsins að sjá til þess að starfsmenn séu upplýstir og fái nauðsynlega þjálfun og fræðslu sem tengist samstarfinu, og að nemendur séu upplýstir um það sem að þeim snýr. Stýrihópurinn er svo skipaður:

 • Þórður Kristinsson og Jón Atli Benediktsson, HÍ
 • Sigurður Kristinsson, HA
 • Björn Þorsteinsson, LBHÍ
 • Bjarni K. Kristjánsson, HH

Ásta Bjarnadóttir starfar með öllum stýrihópunum, boðar fundi og aðstoðar við framkvæmdina.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is