Leiðbeiningar um fjarfundi

Á vormánuðum 2011 var fjárfest í nýjum Polycom fjarfundabúnaði til að auðvelda samskipti á milli starfsmanna opinberu háskólanna.

Endabúnaðir sem geta tengst inn á fjarfundabúnaðinn eru nú staðsettir á eftirfarandi stöðum, og hafa fundir tengdir samstarfinu forgang við notkun þeirra.

Háskóli Íslands:

  • Endabúnaður nr. 1 er í fundaherbergi HT 303 á Háskólatorgi. Til að bóka fundi í því herbergi þarf að senda póst á kennslustofur@hi.is. Tæknilega aðstoð veita Grettir (grettir@hi.is) eða Rúnar á kennslumiðstöð (runarsig@hi.is).
  • Endabúnaður nr. 2 er í Kennslumiðstöð á 2. hæð í íþróttahúsinu. Hafið samband við starfsfólk kennslumiðstöðvar. Tæknilega aðstoð veita Grettir (grettir@hi.is) eða Rúnar á kennslumiðstöð (runarsig@hi.is).
  • Endabúnaður nr. 3 er í Reiknistofnun HÍ við Sturlugötu. Hafið samband við starfsfólk Reiknistofnunar bæði vegna bókana og tæknilegrar aðstoðar.
  • Endabúnaður nr. 4 er í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð (í Enni-205).Tæknilega aðstoð veitir Gústav (gustav@hi.is).

Háskólinn á Akureyri:

  • Endabúnaður er meðal annars í herbergi F201 í bókasafnsálmu. Viðar Sigmarsson veitir tæknilega aðstoð (vidar@unak.is). Til að bóka herbergi er hringt í þjónustuborð HA (460-8040).

Landbúnaðarháskóli Íslands:

  • Endabúnaður er í fundarsalnum Akri á 1. hæð aðalbyggingar á Hvanneyri.  Guðjón Þorvaldsson veitir tæknilega aðstoð (gudjon@lbhi.is). Til að bóka salinn er haft samband við Álfheiði eða Guðjón.

Hólaskóli - Háskólinn á Hólum:

  • Endabúnaður er í herbergi 303. Broddi Hansen veitir tæknilega aðstoð (brh@holar.is). Til að bóka hafið samband við Hjördísi Gísladóttur.

Smellið hér til að finna myndrænar leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðarins.

Athugið að einnig er hægt að tengjast inn á fundi frá borðtölvum eða fartölvum starfsmanna ef þær eru með vefmyndavél og hljóðnema. Hafið samband við ofangreinda tæknimenn til að fá sett upp forrit sem gerir þetta kleift.

Rafræn fundaherbergi verkefnisstjórnar og stýrihópa:

Verkefnisstjórn: 1111
Akademískt mat: 1112
Upplýsingatækni: 1113
Nemenda- og kennslumál: 1114

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is