Leiðbeiningar um aðgang að þráðlausum netum við aðra opinbera háskóla

Á árinu 2011 munu allir opinberu háskólarnir gerast aðilar að alþjóðlegu samstarfi um gagnkvæman aðgang að þráðlausum netum. Samstarfið ber heitið Eduroam, og felur í sér að allir nemendur og starfsmenn háskóla sem eru aðilar geta tengst þráðlausum netum við hina skólana án fyrirhafnar. Smelltu hér til að sjá nánari upplýsingar um Eduroam á Íslandi. Eduroam er nú þegar í fullri virkni á háskólasvæðum HÍ, HA og LBHÍ.

Það eina sem þarf að gera er að láta setja Eduroam upp á tölvuna sína, og finnur hún eftir það Eduroam þráðlaus net hvar sem þau er að finna í umhverfinu.

Ef kerfið biður um innskráningarupplýsingar fyrir Eduroam á nýjum stað þarf notandinn að skrá inn netfang sitt við heimaskólann (ath. fullt netfang með @ og endingu) og sitt venjulega lykilorð.

Aðstoð við að fá Eduroam inn á tölvuna er veitt hjá eftirfarandi aðilum:

Háskóli Íslands: Tölvuþjónustan á Háskólatorgi eða aðrir starfsmenn í notendaþjónustu (help@hi.is).

Háskólinn á Akureyri: Erlingur Harðarson (erlingur@unak.is)

Landbúnaðarháskól Íslands: Guðjón Þorvaldsson (gudjon@lbhi.is).

Hólaskóli - Háskólinn á Hólum: Broddi Hansen (brh@holar.is) (Eduroam verður sett upp við Hólaskóla síðar á árinu 2011).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is