Nýir starfsmenn samstarfsnets opinberu háskólanna

Um síðustu áramót lét Ásta Bjarnadóttir verkefnisstjóri samstarfsnets opinberu háskólanna af störfum. Við starfi hennar tekur Halldór Jónsson, sviðsstjóri Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Guðríður Ingibjörg Arnardóttir, verkefnisstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði verður jafnframt starfsmaður samstarfsnetsins.

Verkefnisstjórn færir Ástu Bjarnadóttur bestu þakkir fyrir vel unnin störf.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is