Samningur um samnýtingu kennslukrafta

Opinberu háskólarnir hafa gert með sér samning sem miðar að aukinni samnýtingu kennslukrafta milli skólanna. Í samningnum felst að föstum kennurum verður gert auðveldara að uppfylla starfsskyldur sínar á sviði kennslu við aðra háskóla en sinn eigin.

Tilgangur samningsins er að nýta betur mannauð opinberu háskólanna á sviði kennslu og að efla samstarf þeirra á milli. Þá er samningnum ætlað að stuðla að því að fjölga og viðhalda störfum á sérhæfðum fræðasviðum.

Þeir háskólar sem eru aðilar að samningnum eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum.

Samningstextann má sjá hér

Á myndinni má sjá rektorana fjóra við undirritunina. Frá vinstri: Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Hólaskóla-Háskólans á Hólum, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Á myndinni má sjá rektorana fjóra við undirritunina. Frá vinstri: Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Hólaskóla-Háskólans á Hólum, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Stefán B. Sigurðsson rektor Háskólans á Akureyri og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is