Óbreytt fjárframlag í fjárlagafrumvarpi

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi þann 11. september 2012 verður samstarf opinberu háskólanna áfram fjármagnað með sambærilegum hætti og verið hefur síðustu tvö ár, þ.e. með 150 milljóna fjárframlagi á ári.

Fjármögnun verkefna í samstarfinu hefur verið með þeim hætti að ráðuneyti mennta- og menningarmála heldur utan um fjármagnið í sérstökum sjóði eða "potti" og úthlutar fjármunum í kjölfar afgreiðslu á sérstökum greinargerðum sem verkefnisstjórn samstarfs opinberu háskólanna leggur fram fyrir hvert verkefni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is