Heimsókn bakhóps vegna innleiðingar Uglu

Sextán manna hópur væntanlegra notenda Uglu nemendaskrár- og kennslukerfisins við Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla var í heimsókn hjá Háskóla Íslands 19. mars 2012. Markmið heimsóknarinnar var að þjálfa hina nýju notendur í hinu nýja umhverfi og fór kennslan fram með "maður á mann" aðferðinni, þar sem nýir notendur voru paraðir með reyndum notendum Uglu innan fræðasviða og stoðþjónustu HÍ. Einnig var fundað með hugbúnaðarþróun Reiknistofnunar HÍ, þar sem hin eiginlega aðlögun og þróun Uglu fer fram. Aðgerðalisti liggur fyrir og stefnt er að innleiðingu Uglu í HA, LBHÍ og Hólaskóla frá og með 1. júlí 2012.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is