Fyrsta úthlutun hvata- og þróunarstyrkja

Verkefnisstjórn samstarfs opinberu háskólanna samþykkti á fundi sínum 5 desember 2011 að úthluta rúmum 29 milljónum til þrettán nýrra verkefna sem stuðla að samstarfi háskólanna á sviði kennslu. Styrkveitingarnar eru mikilvægt skref í þá átt að styðja þá miklu vinnu sem breytingar á kennsluháttum og námsframboði óhjákvæmilega fela í sér. Fyrirfram skilgreind viðmið voru lögð til grundvallar styrkveitingunum og var meðal annars byggt á því hvort verkefnið væri líklegt til að auka gæði náms eða valmöguleika nemenda og hvort verkefni væri líklegt til að leiða til hagræðingar hjá skólunum.

Sjá nánar um úthlutunina hér.

Sjá nánar um markmið og skilyrði styrkjanna hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is