Allir háskólarnir sameinast um hugbúnað til varnar ritstuldi

Allir sjö háskólar landsins hafa nú í sameiningu fest kaup á hugbúnaði til varnar ritstuldi (plagiarism). Ritstuldur er vaxandi vandamál í háskólum um allan heim og eru varnir gegn ritstuldi mikilvægur liður í gæðakerfi hvers háskóla. Hugbúnaðurinn sem var keyptur heitir Turnitin og kemur frá breska fyrirtækinu iParadigms Europe.

Stofnaður hefur verið tengiliðahópurmeð tveimur tengiliðum við hvern skóla. Verkefni tengiliðahópsins er að sjá um innleiðinguna hver í sínum skóla og að aðstoða kennara og aðra notendur við notkun hugbúnaðarins. Sjá töflu hér undir.

Sigurður Jónsson, forstöðumaður tölvumála á menntavísindasviði HÍ er verkefnisstjóri Turnitin-verkefnisins, auk þess að stýra innleiðingunni innan Háskóla Íslands.

Háskóli Aðaltengiliður Varatengiliður
Háskóli Íslands Sigurður Jónsson Guðrún Geirsdóttir
Háskólinn á Akureyri Astrid Magnúsdóttir Daníel Jónsson
Landbúnaðarháskóli Íslands Vigdís Guðjónsdóttir Björn Þorsteinsson
Hólaskóli-Háskólinn á Hólum Bjarni Kristjánsson Hjördís Gísladóttir
Háskólinn í Reykjavík Steinn Jóhannsson Guðrún Tryggvadóttir
Háskólinn á Bifröst Ingibjörg Guðmundsdóttir Andrea Jóhannsdóttir
Listaháskóli Íslands Sara Stefánsdóttir Berglind Jónsdóttir
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is