Sautján umsóknir bárust um hvata- og þróunarstyrki

Fyrsti umsóknafrestur um hvata- og þróunarstyrki í samstarfi opinberu háskólanna rann út 1. nóvember. Alls bárust sautján styrkumsóknir, og var alls sótt um rúma 71 milljón króna.

Styrkt verkefni skuli snúa að nýju samstarfi háskólanna á sviði kennslu, og er þar ýmist um að ræða nýtt  námsframboð eða aðlögun og endurskoðun á eldra námsframboði.

Verkefnisstjórn samstarfs opinberu háskólanna mun úthluta styrkjunum, og verður leitast við að klára þá vinnu fyrir lok nóvember.

Næsti umsóknafrestur um hvata- og þróunarstyrki verður 1. mars 2012. Sjá nánar um styrkina hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is