Auglýst eftir umsóknum um hvata- og þróunarstyrki

Í september 2011 var samþykkt fjárveiting til að veita starfsmönnum opinberu háskólanna fjögurra styrki til að kosta ný verkefni sem fela í sér samstarf háskólanna á sviði kennslu. Skilyrði styrkveitingar er að tveir eða fleiri opinberir háskólar standi að verkefninu, en aðrir háskólar og stofnanir geta einnig tekið þátt. Umsóknafrestir um þessa styrki verða tveir, 1. nóvember 2011 og 1. mars 2012. Heildarupphæð styrkjanna veturinn 2011-2012 getur orðið allt að 70 milljónir króna.

Sjá nánar hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is