Erlendar fyrirmyndir að háskólasamstarfi skoðaðar

Verkefnisstjórn um samstarf opinberu háskólanna hefur að undanförnu kynnt sér erlendar fyrirmyndir um samstarf háskóla.

Í maí 2011 var farið í kynnisferð til Nýja Englands í Bandaríkjunum til að skoða samstarfsnet (consortia) og samstæður (university systems) háskóla þar í landi. Skýrslu um þessa ferð má skoða með því að smella hér. Skýrslan hefur verið kynnt fyrir ráðherra og starfsmönnum menntamálaráðuneytis og verður á næstunni kynnt fyrir starfsmönnum allra háskólanna.

Húsnæði Colleges of the Fenway

 

Dagana 11.-15. september 2011 fór hópur á vegum verkefnisstjórnarinnar, ásamt hópi starfsmanna frá Háskólanum á Akureyri, til Skotlands til að kynna sér samstarf þrettán stofnana á háskólastigi þar í landi. Samstarfið hefur staðið yfir frá árinu 1994 og í febrúar 2011 fékk hinn nýi háskóli, University of the Highlands and Islands, viðurkenningu stjórnvalda sem fullgildur háskóli. Skýrslu um þessa ferð má skoða með því að smella hér.

Kvöldverður í boði UHI í Port Ness

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is