Rektorar undirrita samning um samstarf í stoðþjónustu

Rektorar og menntamálaráðherra við undirritun samstarfssamnings

Mánudaginn 9. maí undirrituðu rektorar opinberu háskólanna fjögurra, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla-Háskólans á Hólum samning um sameiginlega stoðþjónustu á ákveðnum sviðum. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra var viðstödd og staðfesti samninginn fyrir hönd ráðuneytisins.

Fyrsta skref samstarfsins um stoðþjónustu verður sameiginlegt upplýsingakerfi fyrir nemendur og um kennslu. Einnig verður tekið upp samræmt kerfi fyrir akademískt mat á starfsmönnum en það hefur áhrif varðandi ráðningar, framgang og launabreytingar. Stefnt er að því að víkka Rektorar og verkefnastjórarút samninginn til fleiri sviða stoðþjónustunnar. Þar er meðal annars horft á gæðaviðmið og gæðaeftirlit í meistara- og doktorsnámi, stuðning við kennara og kennslufræðilega ráðgjöf og þjálfun. Einnig er unnið að uppbyggingu á tæknilausnum sem auðvelda fjarfundi, fjarnám og þráðlaus netsamskipti.

Hér er um tímamótasamning að ræða og er honum ætlað að styrkja háskólana fjóra með því að efla enn frekar stoðþjónustu þeirra og tæknilega innviði sem auðvelda frekara samstarf.

Sjá fréttatilkynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is